Fjölbreytilegt íslenskt þjóðerni
-
MARKMIÐ:
Að stuðla að aukinni íhugun og gagnkvæmum skilningi á því hvað það er að vera íslenskur/íslensk.
-
TÍMI:
90 mín.
-
BÚNAÐUR:
Post-it miðar, pennar, bandspotti, litútprentun af „Víddir“ klipptar niður og flokkaðar í bunka eftir lit. Útprentaðar „Klípusögur“.
- HÆFNIMARKMIÐ:
1. hluti: Ertu íslensk/ur?
Tími: um 30 mín.
Nemendur sitja einir og svara eftirfarandi spurningum með stikkorðum:
- Myndirðu segja að þú værir íslensk/ur? Rökstyddu svarið.
- Er það mikilvægt fyrir þig?
- Hvenær er það þér mikilvægt (staðir, samhengi, atvik, tímasetningar)?
Svo mynda nemendur sjö manna hópa og skiptast á svörum og rökstuðningi. Þegar allir hafa miðlað sínu ræðir hópurinn eftirfarandi:
- Var rökstuðningurinn mismunandi eða svipaður?
- Hvað ræður því hvort maður sé eða geti orðið íslensk/ur?
2. hluti: Þættir í því að vera íslensk/ur
Tími: um 30 mín.
Hver hópur fær bandspotta sem á að leggja niður svo hann myndi hring. (Hringurinn táknar „(landa)mæri“ og ætti ekki að vera fullkominn hringur (í samræmi við verkefnið) heldur fremur óregluleg landamæri með hornum og krókum og sums staðar aðeins yfir borðplötunni.
Dreifðu miðum með „Þættir í því að vera íslensk/ur“ (flokkuðum í bunka eftir litum). Segðu nemendunum að á miðunum standi stutt stikkorð yfir þætti sem geta varðað það að vera íslensk/ur. Það eru engin fastmótuð svör við því hvort orðin varði það eða ekki.
Nú þarf hópurinn að komast að samkomulagi um hvað sé mikilvægt til að teljast vera íslensk/ur.
• Í miðju hringsins: Það sem er mikilvægt til að teljast vera íslensk/ur,
• Utan miðjunnar: Það sem skiptir minna máli til að teljast vera íslensk/ur en viðkomandi gæti þó talist vera íslensk/ur,
• Utan hringsins: Ómögulegt að vera íslensk/ur eða kemur því að vera íslensk/ur ekkert við.
Einn nemandi leggur í einu öll kortin í sama lit og rökstyður ákvörðun sína. Hópurinn rökræðir síðan þar til samkomulagi eða málamiðlun er náð um staðsetningu miðanna með áherslu á að fá fram forsendur mismunandi sjónarmiða. Á sumum kortanna eru orð sem virst geta erfið eða óljós, oft vegna þess að þau eru óljós! Láttu nemendur rökræða skilning sinn á orðunum að því marki sem mögulegt er.
3. hluti: Viðbrögð – að búa saman
Tími: um 30 mín.
Dreifðu skjalinu «Klípusögur» til allra hópanna. Segðu þeim að lesa textann og velja sér ákveðna klípusögu sem þau vilja ræða. Farinn er einn hringur umhverfis borðið til að fá fram það sem nemendum finnast vera gott eða rétt mat, rök eða lausnir á vandamálinu. Nemendurnir geta svo rætt aðrar klípusögur, gefist tími til þess. Kennarinn gæti líka valið ákveðna klípusögu fyrir fram.
4. hluti: Niðurlag
Tími: um 10 mín.
Ræddu við hópinn:
• Hvernig dregurðu saman það sem fram kom í umræðunni?
• Hvaða atriði fannst þér skipta mestu máli í umræðunni?
• Hvernig þótti þér að ræða þetta viðfangsefni?
Mikilvægt er að gefa rými því ósamkomulagi eða óöryggi, sem kannski er að finna hjá nemendum eftir æfinguna, um hvað það þýðir eða hvað það ætti að þýða að vera íslensk/ur. Það er mikilvæg forsenda þess að ná markmiðinu um að stuðla að aukinni íhugun og gagnkvæmum skilningi.
5. hluti: Framhald (má einnig vinna sem undirbúning)
Skrifaðu lýsingu á þínum eigin hugsunum um hvað það þýðir að vera íslensk/ur á okkar tímum.
Gakktu út frá eigin reynslu og eftirfarandi spurningum:
- Hverjir eru íslenskir og hverjir eru það ekki?
- Er hægt að vera íslensk/ur?
- Lítur þú svo á að eitthvert samhengi sé á milli útlits og þess að vera íslensk/ur?
- Er eitthvert samhengi á milli trúar og lífssýnar og þess að vera íslensk/ur?
Þessi umræðugrundvöllur var mótaður sem verkfæri til gagnasöfnunar fyrir rannsóknaverkefnið „Negotiating the nation: Implications of ethnic and religious diversity for national identity“, (2013-2017), sem fjármagnað var af Norges Forskningsråd (www.prio.org/nation). Verkefnið byggðist á textaskrifum (einstaklings) og rökræðum (hóps) og var lagt fyrir nær 300 nemendur í 6 framhaldsskólum víða í Noregi haustið 2015. Niðurstöður voru lagðar fram í fjögurra blaðsíðna samantekt: ‘Norskhet i flertall’ sem sækja má hér.