Staðreynd, skoðun, fordómar
-
MARKMIÐ:
Að nemandinn geti metið fullyrðingar og flokkað þær. Að nemandinn geti skilgreint hugtökin staðreynd, skoðun og fordóma.
-
TÍMI:
30-40 mín.
-
BÚNAÐUR:
Vinnublað
- HÆFNIMARKMIÐ:
Inngangur
Skrifaðu hugtökin þrjú, staðreynd, skoðun og fordómur, á töflu/tússtöflu e.þ.h. Þið komist að samkomulagi um skilgreiningu á þessum þremur þáttum.
Meginefni
Nemendur fá hver sitt vinnublað þar sem þeir eiga að meta 11 fullyrðingar og merkja við hvernig fullyrðingu um er að ræða: staðreynd, skoðun eða fordóm. Biddu svo nemendur um að vinna saman tvo og tvo til að bera saman svör og rökstyðja flokkun sína á grundvelli skilgreininga sem bekkirnir komust að samkomulagi um fyrir fram.
Niðurlag
Niðurstöður dregnar saman í pallborðsumræðum þar sem farið er yfir að lágmarki eina fullyrðingu í hverjum flokki.