Um Dembra

Hvað er Dembra?

Dembra er boð um færniþróun fyrir kennara, skólastjórnendur og annað starfsfólk skólans. Dembra styðst við reynslu hvers skóla fyrir sig og markmið verkefnisins er að efla vinnu skólans með þátttöku fyrir alla og gagnrýna hugsun.

Dembra hentar skólum þar sem stjórnendur og kennarar:

  • vilja vinna á skipulegri hátt með gagnrýna hugsun, lýðræðismótun og skólastarf án aðgreiningar, og/eða
  • telja að skólinn glími við áskoranir eða megi búast við vanda sem tengist andúð á tilteknum hópum.

Grundvallarforsenda Dembra er að lýðræðisleg menning sem byggist á þátttöku og gagnrýninni hugsun sé besta forvörnin gegn viðhorfum sem ógna lýðræðinu – t.d. andúð á tilteknum hópum og andlýðræðislegri hugmyndafræði.

Þátttaka í Dembra felur í sér:

  • Færniþróun fyrir allt starfsfólk skólans
  • Stuðning við að koma auga á þarfir skólans, auk leiðsagnar og eftirfylgni gagnvart eigin starfi
  • Aukna fagþekkingu í formi fyrirlestra og samræðna
  • Tækifæri til að ígrunda ýmis viðfangsefni og deila reynslu sinni með samstarfsfólki og öðrum skólum
  • Innblástur, þekkingu og aðferðir sem koma í veg fyrir öfgaskoðanir og andúð á tilteknum hópum

Algengar spurningar

  • Hvernig tökumst við á við fordóma og öfgaskoðanir í kennslustofunni?
  • Hvernig mætum við nemendum sem tjá sig á umburðarlausan hátt – án þess að útiloka þá?
  • Hvernig kennum við um umdeild viðfangsefni?
  • Hvernig byggjum við brýr milli jaðarsettra eða andstæðra nemendahópa?
  • Hvernig komum við fram við hópa sem jaðarsetja sjálfa sig – án þess að beita mismunun?
  • Hvernig stuðlum við að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu?
  • Hvernig þjálfum við gagnrýna hugsun?

Hvaða forvarnir hafa mest áhrif?

Dembra byggir á vísindalegum svörum við tveimur spurningum: Hvaða aðferðir skila árangri í forvörnum gegn gyðingahatri, kynþáttafordómum og ólýðræðislegum viðhorfum? Hvernig geta kennarar og skólinn sjálfur eflt starfið með skólaumhverfi án aðgreiningar? Svörin eru dregin saman í fimm meginreglum Dembra:

 

1) Þátttaka án aðgreiningar

2) Þekking og gagnrýnin hugsun

3) Fjölmenningarfærni

4) Hlutdeild allra og formleg framkvæmd

5) Skólinn sem ein heild

 

Hér geturðu lesið nánar um fræðilegar og faglegar forsendur Dembra:

pdfFaglegar forsendur Dembra

Forsaga

Dembra-verkefnið var þróað í Noregi að beiðni norskra yfirvalda og hefur verið prófað í 52 norskum skólum. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um lýðræði, aðlögun og öryggi (DIS) fjármagnar framtakið á Norðurlöndum.

Hver stendur að Dembra

Dembra er þróað af HL-miðstöðinni í Noregi (Rannsóknamiðstöð um helförina og minnihlutahópa á grundvelli lífsskoðana), EWC-miðstöðinni (Det Europiske Wergelandsenteret) og ILS-stofnuninni (Rannsóknastofnun kennslufræði og menntarannsókna við Óslóarháskóla). HL-miðstöðin, Rafto-stofnunin og Arkivet-stofnunin sjá um framvæmd Dembra á ólíkum svæðum í Noregi.

 

HL logo litenHL-miðstöðin (Rannsóknarmiðstöð um helförina og minnihlutahópa á grundvelli lífsskoðana)

HL-miðstöðin sinnir vísindarannsóknum á gyðingahatri og kynþáttafordómum gagnvart bæði nemendum og kennurum. Mikilvægur liður í starfseminni er að þróa kennslugögn og þjálfa kennara. Ár hvert tekur miðstöðin á móti rúmlega 5000 nemendum í skipulögðum heimsóknum af ýmsu tagi. Miðstöðin býr yfir víðtækri reynslu af því að stýra og styðja við verkefni af þessari stærðargráðu.

 

Rafto-stofnunin

Rafto-stofnunin eru óháð og ópólitísk hugsjónasamtök sem vinna að bættum mannréttindum. Helstu verkefni stofnunarinnar eru árleg úthlutun Rafto-verðlaunanna, eftirfylgni verkefna á vegum þeirra sem hljóta verðlaunin og fræðsla um lýðræði og mannréttindi. Rafto-verðlaunin eru veitt einstaklingum og samtökum sem standa í fremstu röð í baráttunni fyrir mannréttindum og lýðræði. Stofnunin var sett á laggirnar árið 1986 til minningar um Thorolf Rafto og mannréttindabaráttu hans.

 

Falstad-miðstöðin

Falstad-miðstöðin er fræðslu- og skrásetningarmiðstöð. Hún er til húsa í aðalbyggingu norska Falstad-fangelsisins sem SS-sveitirnar ráku í seinni heimsstyrjöldinni. Falstad-miðstöðin sinnir þekkingarþróun og -miðlun um sögu fanga og mannréttindi, bæði með skrásetningu, rannsóknum og fræðslu.

 

Arkivet – stofnunin

Arkivet-stofnunin er norsk rannsókna- og fræðslumiðstöð sem þróar, miðlar og nýtir þekkingu um seinni heimsstyrjöldina til að auka og efla manngildi. Stofnunin er til húsa í gamla ríkisskjalasafninu í Kristiansand, en þar hafði Gestapo bækistöðvar sínar í Suður-Noregi í seinni heimsstyrjöldinni.

 

 

Nansen Fredssenter holder til på Lillehammer og har utviklet seg fra sin spede begynnelse i 1995 til å bli et internasjonalt samlingspunkt for dialogarbeid med fokus på interetnisk dialog, konflikthåndtering, forsoning, inkluderende samfunn og demokrati. Senteret har bidratt til opprettelsen av flere Nansen dialog-senter i land på Balkan og tilbyr videre undervisning og seminar i Nansen dialog-metoden, dialogfasilitering og forsoningsarbeid.

 

ewc-logoEWC-miðstöðin

Framlag EWC-miðstöðvarinnar felst bæði í faglegri sérþekkingu og víðtækri skipulagsgetu verkefna af fjölbreyttu tagi. EWC-miðstöðin skipuleggur og framkvæmir á hverju ári heildstæð færniþróunarverkefni þar sem viðfangsefnið er lýðræðisleg skólaþróun.

 

OD_ILS_Segl_A

Rannsóknastofnun kennslufræði og menntarannsókna við Óslóarháskóla

Lykilfólk við rannsóknastofnunina kennir fagkennslufræði og býr yfir víðtækri þekkingu á sviði námskrárgerðar, námskrárgreiningar og námskrárinnleiðingar. Sömu aðilar gegndu einnig lykilhlutverki við skipulagningu, framkvæmd, mat og skýrslugjöf ICCS-rannsóknarinnar árið 2009 (International Civic and Citizenship Education Study).

 

Aðrir sem unnu að þessari síðu

Uzair Ahmed
Kristine Bjørndal
Jan Alexander Brustad
Elise Grimsrud Christensen
Cora Alexa Døving
Dag Fjeldstad
Christopher Gambert
Benjamin Geissert
Lars Gudmundson
Claudia Lenz
Lars Lien
Kirsten Hagen Meadow
Rolf Mikkelsen
Vibeke Moe
Peder Nustad
Ingvill Thorson Plesner
Ida Cathrine Ruud
Harald Syse

Ingun Steen Andersen

 

Myndir

Werner Anderson
www.werneranderson.no