Rök, ómálefnalegt eða persónuleg árás?

  • MARKMIÐ:

    Að nemendur geti rætt um muninn á rökum, ómálefnalegum fullyrðingum og persónulegum árásum.

  • TÍMI:

    30 mín.

  • BÚNAÐUR:

    Verkefnablöð

  • HÆFNIMARKMIÐ:

Inngangur

Þegar nokkur hiti hleypur í umræður verða þær oft minna málefnalegar og stundum þróast þær í persónulegar árásir. En ef umræðan er hætt að fjalla um málefnið heldur snýst um yfirgang og persónuleg skot, leiðir hún ekki til neins.
Það er þó stundum erfitt að gera sér grein fyrir því hvað snýst um „málið“ og hvað beinist gegn einstaklingnum. Þetta á við um þann sem talar en líka um þann sem hlustar. Stundum finnst manni að fólk þoli ekki að því sé mótmælt því það líti á það sem móðgun. Móðgunin felst þó einmitt í því að ráðist var að einstaklingnum en ekki skoðunum hans/hennar eða rökum. Það er því mikilvægt að þjálfa sig í að greina betur þarna á milli.

Meginefni

Nemendur fá vinnublað afhent og eiga að vinna með verkefnin.

Niðurlag

Nemendur geta lokið við verkefnið með því að finna dæmi um ómálefnalegar fullyrðingar eða persónulegar árásir og koma með tillögur um hvernig hægt hefði verið að orða þær öðruvísi til að gera grein fyrir afstöðu