Samsömunarkort
-
MARKMIÐ:
Að nemendur geti íhugað það við hverja þeir og aðrir samsama sig. Að hver nemandi geti íhugað sína eigin samsettu samsömun.
-
TÍMI:
30 mín.
-
BÚNAÐUR:
Blöð og pennar. Miðar með þremur atvikslýsingum.
- HÆFNIMARKMIÐ:
Inngangur
Hver nemandi fær í hendur blað og það verkefni að skrifa nafn sitt í miðju þess. Nemendurnir eiga nú að svara spurningunni „Hvað ræður því hver þú ert?“ með því að skrifa nokkur stikkorð við nafnið.
Meginefni
Afhentir eru þrír miðar með eftirfarandi texta:
Þú átt erfitt með að gera þig skiljanlega(n) á ferðalagi í útlöndum.
—–
Þú slasast illa í umferðarslysi og situr í hjólastól.
——
Þú kemst að því að foreldrar þínir ættleiddu þig.
Nemendurnir lesa svo textana sem þeir fengu og vinna með eftirfarandi spurningar:
- Á hvaða þætti á samsömunarkorti þínu hefðu þessir atburðir haft áhrif?
(Merktu við með því að gera hring um þá. Þú getur líka krossað yfir eða bætt við upplýsingum) - Ræddu það við einn eða tvo nálægt þér hvað æfingin segir um það hver þú ert.
- Á hvaða þætti í samsömun þinni geta utanaðkomandi atburðir haft? Álítur þú einhverja þætti vera óumbreytanlega, sama hverjar kringumstæður eru?
Niðurlag
Hugmyndir að samræðum að æfingu lokinni:
- Mátuð þið það á mismunandi hátt hvernig atvikin þrjú myndu hafa áhrif á samsömun hvers og eins? Hvernig er hægt að túlka þennan mun?
- Að hvaða leyti er sýn okkar á okkur sjálf háð utanaðkomandi þáttum og staðfestingu annarra?
- Farðu aftur yfir það sem þú skrifaðir um þig sjálfa/n á samsömunarkortið þitt. Hvaða þætti þar gætir þú strokað út? Hvaða þætti þar lítur þú á sem „meðfædda“?